Lést aðeins 38 ára

Anthony Johnson (til vinstri) í bardaga gegn Alexander Gustafsson árið …
Anthony Johnson (til vinstri) í bardaga gegn Alexander Gustafsson árið 2015. EPA

Bardagakappinn Anthony Johnson er látinn, aðeins 38 ára að aldri, eftir baráttu við ótilgreind veikindi.

Johnson, oftast kallaður „Rumble“, lét vel að sér kveða í blönduðum bardagalistum þar sem hann vann 22 bardaga og tapaði sex á ferli sínum í UFC.

Hann hafði sjálfur greint frá því að hann væri að glíma við veikindi en lét þess ekki getið hvers konar veikindi væri um að ræða.

Johnson fékk í tvígang tækifæri til þess að verða heimsmeistari í þungavigt í blönduðum bardagalistum en tapaði í bæði skiptin fyrir Daniel Cormier.

Hann hætti í UFC árið 2017 en sneri aftur til keppni í blönduðum bardagalistum í Bellator á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert