Fimm úr Mjölni á bardagakvöldi á Englandi

Aron Franz Bergmann Kristjánsson (rauðklæddur) er á meðal keppenda á …
Aron Franz Bergmann Kristjánsson (rauðklæddur) er á meðal keppenda á bardagakvöldinu. Ljósmynd/Ásgeir Marteinsson

Fimm bardagamenn frá Mjölni keppa í blönduðum bardagalistum á Golden Ticket 20 bardagakvöldinu í Wolverhampton á Englandi næstkomandi laugardag, 3. september. Allir keppa þeir í áhugamannaflokki.

Keppendurnir fimm eru þeir Venet Banushi, Aron Franz Bergmann Kristjánsson, Viktor Gunnarsson, Julius Bernsdorf og Björgvin Snær Magnússon

Venet Banushi mætir Wes Tully í léttivigt. Þetta verður í fjórða sinn sem Venet keppir í blönduðum bardagalistum en allir hans bardagar hafa verið á Golden Ticket-keppnum og allir unnist. Þetta verður hins vegar áttundi bardagi Tully, sem er með fimm sigra á ferlinum.

Aron Franz mætir Scott Wells í fjaðurvigt. Þetta verður fimmti bardagi Arons en sjöundi bardagi Wells. 

Viktor Gunnarsson mætir Michael Jones í bantamvigt. Þetta verður þriðji bardagi Viktors á ferlinum en sá fjórði hjá Jones.

Julius Bernsdorf mætir Tyler Adams í léttþungavigt. Þetta verður annar bardagi Juliusar en sá sjötti hjá Adams.

Björgvin Snær mætir Kenny Le í léttivigt en um er að ræða frumraun Björgvins Snæs í blönduðum bardagalistum. Þetta verður hins vegar þriðji bardagi Le, sem hefur unnið báða sína bardaga hingað til.

Hægt er að kaupa beint streymi á keppnina á Live MMA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert