Gunnar náði vigt

Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson. Ljósmynd/Snorri Björns

Bardagakappinn Gunnar Nelson er búinn að vigta sig inn fyrir bardaga sinn gegn Takashi Sato á UFC bardagakvöldi í blönduðum bardagalistum í Lundúnum annað kvöld. Gunnar náði vigt og það gerði Sato sömuleiðis.

Í morgun fór vigtunin fram og Gunnar var 171 pund, 77,6 kílögrömm, fyrir veltivigtarbardaga sinn, einu pundi yfir 170 punda veltivigtarmörkum. Leyfilegt er að vera einu pundi yfir mörkum nema þegar um titilbardaga er að ræða.

Sato var slétt 170 pund, 77,1 kílögrömm.

Aðalkort bardagakvöldsins hefst klukkan 20 annað kvöld og búast má við því að bardagi Gunnars og Sato hefjist um 21-leytið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert