Úrslitin ráðast í oddaleik eftir spennu

Stjörnukonan Ísold Sævarsdóttir reynir að komast að körfu Keflavíkur í …
Stjörnukonan Ísold Sævarsdóttir reynir að komast að körfu Keflavíkur í leiknum í dag. mbl.is/Eyþór Árnason

Stjarnan knúði fram oddaleik gegn Keflavík í undanúrslitaeinvígi liðanna á Íslandsmóti kvenna í körfubolta með heimasigri, 86:79, í Ásgarði í Garðabænum.

Úrslitin í einvíginu ráðast því í Keflavík á mánudag.  Sigurliðið úr einvíginu mætir Njarðvík í úrslitaeinvíginu.

Stjarnan byrjaði betur og Stjörnukonur hittu vel framan af leik. Katarzyna Trzeciak, Denia Davis-Stewart og Kolbrún María Ármannsdóttir voru allar í góðum gír og var staðan eftir fyrsta leikhluta 30:19.

Keflavík byrjaði annan leikhluta betur og minnkaði hægt en örugglega muninn. Daniela Wallen jafnaði svo í 38:38 þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum. Liðunum gekk illa að skora næstu mínútur og var staðan í hálfleik jöfn, 42:42.

Daniela Wallen, Thelma Dís Ágústsdóttir og Birna Valgerður Benonýsdóttir voru bestar hjá Keflavík í fyrri hálfeik og áðurnefndir leikmenn Stjörnunnar bestir hjá heimakonum.

Þriðji leikhlutinn var jafn, en Stjarnan litlu skrefi á undan nánast allan tímann. Þegar uppi var staðið munaði þremur stigum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann og stefni í spennandi lokamínútur. Staðan 65:62, Stjörnunni í vil.

Fjórði leikhlutinn var svipaður framan af. Stjarnan var örlitlu skrefi á undan og Keflavíkingar að gera hvað þeir gátu til að reyna að jafna. Munaði fimm stigum á liðunum þegar fimm mínútur voru eftir, 73:68.

Stjarnan var áfram hænuskrefi á undan næstu mínútur og var staðan 80:77 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og tókst Keflavík ekki að jafna eftir það.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Stjarnan 86:79 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert