Það er mjög erfitt

Declan Rice, leikmaður Arsenal, var að vonum svekktur er Völlurinn talaði við hann eftir að Manchester City varð Englandsmeistari fyrr í dag. 

Arsenal vann Everton, 2:1, en City-liðið vann einnig sinn leik, 3:1, og er því Englandsmeistari. 

Rice var til viðtals í vellinum og sagðist ekki vita hvað Arsenal þyrfti að gera til að vinna Manchester City. 

„Það er mjög erfitt. Við tókum fjögur stig gegn þeim og töpuðum ekki gegn neinum topp 6 liðum. 

Ef við höfðum unnið hefði tímabilið verið fullkomið. En á heidina litið eru fimm töp of mikið,“ sagði Rice. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert