Valur jafnaði einvígið í Ljónagryfjunni

Þorvaldur Árnason sækir að körfu Valsmanna í kvöld.
Þorvaldur Árnason sækir að körfu Valsmanna í kvöld. mbl.is/Skúli

Njarðvík og Valur áttust við í öðrum leik sínum í undanúrslitaviðureign Íslandsmóts karla í körfubolta og lauk leiknum með sanngjörnum sigri Vals, 78:69.  Leikið var í Ljónagryfjunni í Njarðvík.

Staðan í einvíginu er því 1:1 eftir tvo sigra á útivöllum og liðin mætast í þriðja sinn á Hlíðarenda á þriðjudagskvöldið.

Njarðvíkingar byrjuðu leikinn vel og komust í 5:0. Valsmenn jöfnuðu í stöðunni 9:9 og komust yfir 11:9. Liðin skiptust síðan á að komast yfir þó Njarðvík hafi leitt mest allan fyrsta leikhlutann. Endaði fyrsti leikhluti þannig að Njarðví leiddi með 4 stigum í stöðunni 26:22.

Valsmenn sterkari í öðrum leikhluta

Valsmenn mættu sterkir inn í annan leikhlutan og spiluðu talsvert betri körfubolta en í fyrsta leikhluta. Dominykas Milka byrjaði á að setja niður tvö stig fyrir Njarðvík en þá komu tvær þriggja stiga körfur í röð frá Valsmönnum og staðan jöfn, 28:28.

Valsmenn komust síðan yfir í stöðunni 29:28 áður en Njarðvíkingar náðu þriggja stiga froskoti í stöðunni 32:29. Valsmenn jöfnuðu síðan aftur í stöðunni 32:32 og komust yfir, 34:32.

Þá kom kafli hjá báðum liðum þar sem erfitt reyndist að setja niður körfur. Valsmenn voru þó duglegri og komust fjórum stigum yfir 36:32. Njarðvíkingar lentu í rúmlega 4 mínútna eyðimerkurgöngu þar sem þeim tókst ekki að skora en heppilega fyrir Njarðvík, voru Valsmenn heldur ekki að skora mikið. 

Eftir rúmlega 8 mínútur skoraði Njarðvík tvær körfur í röð og komust yfir í stöðunni 37:36. Það voru hinsvegar Valsmenn sem fóru inn í hálfleik í forystu því Kristinn Pálsson setti niður þriggja stiga körfu fyrir Val þegar örfáar sekúndur voru eftir. af öðrum leikhluta. 

Staðan í hálfleik 39:37 fyrir Val.

Stigahæstur í liði Njarðvíkur í fyrri hálfleik var Dwayne Lautier-Ogunleye með 15 stig en í liði Vals var Kristinn Pálsson með 12 stig. 

Mikill hiti í þriðja leikhluta

Njarðvík hóf þriðja leikhlutann á að jafna í stöðunni 39:39. Justas Tamulis kom Val strax aftur yfir og eftir það tók við hádramatískur þriðji leikhluti þar sem liðin skiptust á að vera yfir. Í stöðunni 50:50 vann Njarðvík boltann og brunaði Þorvaldur Árnason upp völlinn og ætlaði troða boltanum.

Hann var stöðvaður af Frank Booker sem kom í hliðina á honum með fólskulegt brot sem verðskuldaði miklu meira en bara villuna sem var dæmd. Vonandi sjáum við ekki svona brot aftur í þessari úrslitakeppni. 

Njarðvíkingar voru oft á tíðum klaufar með boltann í þriðja leikhluta og misstu hann of auðveldlega í hendurnar á valsmönnum sem þökkuðu fyrir sig með stigum.

Ljósi punkturinn fyrir Njarðvíkinga í þriðja leikhluta var sá að þeir unnu leihlutann með einu stigi.

Staðan fyrir fjórða leikhluta 60:59 fyrir Val.

Fjórði leikhluti var Valsmanna

Valsmenn mættu gríðarlega öflugir í fjórða leikhlutann og náðu undirtökunum. Eftir tæplega 4 mínútur í leikhlutanum leiddi Valur með 8 stigum, þeim mesta í leiknum hingað til. Njarvíkingar reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn og náðu að minnka hann í 4 stig í stöðunni 70:66 fyrir Val. Lengra komust heimamenn ekki og juku valsmenn muninn í 9 stig í stöðunni 75:66. Njarðvík reyndi að klóra en allt kom fyrir ekki og valsmenn juku muninn í 10 stig í stöðunni 78:68. 

Lauk leiknum með sanngjörnum sigri Vals, 78:69.

Stigahæstur í liði Njarðvíkur í fyrri hálfleik var Lautier-Ogunleye með 28 stig en í liði Vals var Kristinn með 25 stig. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Njarðvík 69:78 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert