Framlína Njarðvíkur afgreiddi Grindavík

Emilie Hesseldal og Sarah Mortensen eigast við í fyrsta leik …
Emilie Hesseldal og Sarah Mortensen eigast við í fyrsta leik liðanna á sunnudag. mbl.is/Óttar Geirsson

Njarðvík komst í 2:0 í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta kvenna þegar Grindavík kom í heimsókn í Ljónagryfjuna.

Leikurinn var í járnum allan fyrri hálfleikinn. Grindavík átti í vandræðum með að skapa sér opin færi og treystu mikið á einstaklingsframtak Sarah Mortensen og Danielle Rodriguez.

Á sama tíma voru Njarðvíkurkonur mun betri sóknarlega en hittu illa og þá sérstaklega voru mörg skot undir körfunni varin af Grindvíkingum. Jana Falsdóttir var ekki með Njarðvík í kvöld vegna höfuðhöggs sem hún hlaut í síðasta leik og munaði um hana í liði Njarðvíkur.

Framlína Njarðvíkur tók síðari hálfleikinn algjörlega yfir. Njarðvík vann þriðja leikhluta með tíu stigum og sigraði að lokum sannfærandi 66:58.

Selena Lott var með þrefalda tvennu, 24 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Ísabella Ósk Sigurðardóttir var með tvöfalda tvennu, 21 stig og 11 fráköst og spilaði fantagóða vörn allan leikinn og Emilie Hesseldal var með 10 stig og heil 15 fráköst.

Danielle Rodriguez skoraði 17 stig og tók 9 fráköst fyrir Grindavík og Sarah Sofie Mortensen skoraði 13. Sóknarleikur Grindavíkur var mjög slakur í kvöld og þær fara í sumarfrí ef hann verður ekki betri í næsta leik sem er á mánudaginn í Smáranum.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Njarðvík 66:58 Grindavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert