Njarðvík kemst í undanúrslit með sigri á Hlíðarenda

Jana Falsdóttir og liðskonur í Njarðvík komast í undanúrslit með …
Jana Falsdóttir og liðskonur í Njarðvík komast í undanúrslit með sigri í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsmeistarar Vals og Njarðvík eigast við í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta á Hlíðarenda klukkan 17 í dag. 

Njarðvík er yfir, 2:1, en með sigri á Hlíðarenda kemst liðið í undaúrslit þar sem Grindavík bíður. 

Ef Valskonum tekst að koma til baka og vinna einvígið mæta þær hins vegar deildarmeisturum Keflavíkur. 

Njarðvík hefur burstað Val í báðum leikjum liðanna í Ljónagryfju Njarðvíkur, fyrst 96:58 og svo 92:59. Valur vann þá, 80:77, á Hlíðarenda á milli leikjanna tveggja. 

Mbl.is verður á Hlíðarenda í dag og færir ykkur það helsta í beinni textalýsingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert