Tindastóll í úrslit, KR tryggði sér oddaleik

KR og Aþena mætast í hreinum úrslitaleik
KR og Aþena mætast í hreinum úrslitaleik mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tindastóll hafði betur gegn Snæfelli í umspili 1. deildar kvenna í körfubolta í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Stólarnir spila til úrslita um sæti í efstu deild að ári. Leikurinn var framlengdur og æsispennandi.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 72:72 en Ifunanya Okoro jafnaði metin fyrir Tindastól þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum. Einvíginu lýkur 3:1 fyrir Tindastól.

Okoro var stigahæst Stólana með 24 stig og tók að auki 12 fráköst. Andriana Kasapi skoraði 23. Shawnta Shaw var atkvæðamest í liði Snæfells með 25 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar.

KR tryggði sér oddaleik um sæti í úrvalsdeild kvenna í körfubolta gegn Aþenu með sannfærandi 79:52 sigri í Frostaskjóli í kvöld. Michaela Porter skoraði 28 stig og tók 16 fráköst fyrir Vesturbæinga, Fjóla Gerður Gunnarsdóttir skoraði 18 stig og Rebekka Rut Steingrímsdóttir bætti við 14 stigum, 9 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Í liði gestanna var Asa Wolfram stigahæst í jöfnu liði Aþenu en hún skoraði 11 stig og tók 10 fráköst að auki. Athygli vakti að Sianni Martin spilaði ekki fyrir Aþenu en sat á bekknum allan leikinn. Martin hefur skorað 20 stig að meðaltali fyrir Aþenu á tímabilinu.  Liðin mætast í oddaleik á mánudaginn í Austurbergi klukkan 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert