Fólskubrot í leik Vals og Hattar (myndskeið)

Kappið bar fegurðina ofurliði um stundarsakir á Hlíðarenda
Kappið bar fegurðina ofurliði um stundarsakir á Hlíðarenda mbl.is/Eggert Jóhannesson

David Guardia, leikmanni Hattar var vikið úr húsi fyrir að sparka í Frank Aaron Booker leikmann Vals í leik liðanna á Hlíðarenda í kvöld í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta.

Guardia og Booker áttust við undir körfu Valsarar og virtist Booker ýta Guardia í gólfið. Spánverjinn brást hinn versti við og sparkaði af alefli í fætur Booker sem lá óvígur eftir, beint fyrir framan varamannabekk gestana frá Egilsstöðum. 

Myndband af atvikinu var birt á Vísi 

Dómarar leiksins nýttu sér ekki sjónvarpsupptökur og fleygðu Guardia úr húsi. 

Leikurinn er í beinni textalýsingu á Mbl.is 

Valur 92:74 Höttur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert