Fótbolti með morgunmatnum

Bandarísku heimsmeistararnir ætla sér að vinna heimsbikarinn í þriðja skiptið …
Bandarísku heimsmeistararnir ætla sér að vinna heimsbikarinn í þriðja skiptið í röð en mótið hefst 20. júlí í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. AFP/Thearon W. Henderson

Níunda heimsmeistaramót kvenna í fótbolta hefst í næstu viku í Eyjaálfu, nánar tiltekið í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.

Því miður er Ísland ekki í hópi 32 þátttökuþjóða þrátt fyrir að vera í 15. sæti á heimslista FIFA og fyrir ofan meira en helming liðanna sem unnu sér keppnisrétt á mótinu.

Örlagaríkar lokasekúndur í Hollandi og framlenging í Portúgal á síðasta hausti valda leikmönnum íslenska liðsins eflaust enn þá andvökunóttum.

En þetta heimsmeistaramót verður án ef það litríkasta í sögunni til þessa og áhuginn hefur aldrei verið meiri, enda hafa vinsældir fótboltans hjá konum margfaldast á undanförnum árum.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert