Eyði ekki orku minni í fagnaðarlæti Martínez

Kylian Mbappé.
Kylian Mbappé. AFP/Franck Fife

Kylian Mbappé, markakóngur HM karla í fótbolta í Katar, segir að sér sé lítið um það gefið hvernig Emiliano Martínez, markvörður heimsmeistara Argentínu, hafi fagnað titlinum.

Argentína vann Frakkland í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum. Í honum skoraði Mbappé þrennu í 3:3-jafntefli eftir framlengingu og einnig úr vítaspyrnu sinni í vítaspyrnukeppninni. Alls kom hann því boltanum fram hjá Martínez fjórum sinnum í leiknum.

Í búningsklefa Argentínu fagnaði Martínez með því að óska eftir einnar mínútu þögn til minningar um Mbappé.

Í Buenos Aires fagnaði hann svo með dúkku sem var með ljósmynd af Mbappé.

„Hvernig menn fagna er ekki mitt vandamál. Ég eyði ekki orku minni í svoleiðis tilgangslausa hluti,“ sagði Mbappé í samtali við RMC Sport er hann var spurður út í fagnaðarlæti Martínez.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert