Messi og félagar sluppu með skrekkinn

Messi og félagar á toppi rútunnar.
Messi og félagar á toppi rútunnar. AFP/Tomas Cuesta

Lionel Messi og félagar hans í argentínska landsliðinu sluppu naumlega með skrekkinn er þeir sátu á toppi rútunnar sem ferjaði liðið um Buenos Aires þegar Argentínumenn fögnuðu heimkomu HM-hetjanna í morgun.

Liðið lenti í Buenos Aires eldsnemma í morgun en hundruð þúsunda biðu heimkomu þeirra á götum borgarinnar.

Þeir Leandro Paredes, Rodrigo De Paul, Angel Di Maria og Nicolas Otamendi sátu ásamt fyrirliðanum, Lionel Messi, með styttuna á toppi rútunnar þegar rútan keyrði undir vír. Þeir áttuðu sig á síðustu stundu en vírinn sló meira að segja derhúfu af höfði Paredes.

Hurð skall sannarlega nærri hælum þarna og sem betur fer fór ekki verr. Leikmennirnir geta fagnað vel í dag ásamt félögum sínum og allri argentínsku þjóðinni en yfirvöld hafa gefið landsmönnum frí í dag til að njóta með HM-hetjunum.

View this post on Instagram

A post shared by ESPN FC (@espnfc)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert