Hafa þrjá leiki til að bjarga sér

Arnór Þór Gunnarsson þjálfar Bergischer.
Arnór Þór Gunnarsson þjálfar Bergischer. Ljósmynd/Bergischer

Bergischer, sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfar, mátti sætta sig við naumt tap gegn Hamburg, 32:30, í 31. umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla í kvöld.

Staðan er erfið hjá Bergischer sem er í 17. og næstneðsta sæti deildarinnar með 17 stig, þremur stigum frá öruggu sæti þegar einungis þrjár umferðir eru óleiknar.

Arnór Þór tók við þjálfarastöðunni í síðasta mánuði og vann Bergischer fyrstu tvo leiki sína undir hans stjórn. Betur má hins vegar ef duga skal og fær liðið þrjú tækifæri til viðbótar til þess að halda sæti sínu á meðal þeirra bestu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert