Afturelding aftur í forystu

Saga Sif Gísladóttir var öflug í dag
Saga Sif Gísladóttir var öflug í dag Ljósmynd/Kristinn Steinn

Afturelding vann Gróttu í þriðja leik liðanna í umspili um sæti í efstu deild kvenna í handbolta að Varmá í dag. Staðan í einvíginu er 2:1 fyrir Mosfellinga.

Saga Sif Gísladóttir markvörður átti stórleik í marki Aftureldingar og varði 14 skot og skoraði eitt sjálf. Anna Katrín Bjarkadóttir, Susan Ines Gamboa  og Katrín Helga Davíðsdóttir skoruðu allar fimm mörk fyrir heimastúlkur.

Ída Margrét Stefánsdóttir og Karlotta Óskarsdóttir skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Gróttu og Soffía Steingrímsdóttir átti góðan leik í marki Seltirninga með 13 varin skot.

Liðin mætast á Nesinu miðvikudaginn 1. maí í fjórða leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert