ÍBV í átta liða úrslit í Evrópu

Daníel Örn Griffin, Agnar Smári Jónsson, Elliði Snær Viðarsson, Ágúst …
Daníel Örn Griffin, Agnar Smári Jónsson, Elliði Snær Viðarsson, Ágúst Emil Grétarsson, Friðrik Hólm Jónsson, Kári Kristján Kristjánsson og Dagur Arnarsson fagna sigrinum í fyrri leik liðanna. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Karlalið ÍBV í handknattleik tryggði sér nú rétt í þessu sæti í 8-liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu eftir jafntefli á útivelli við Ramhat frá Ísrael, 21:21. ÍBV vann fyrri leikinn með sjö marka mun, 32:25, og fór því örugglega áfram.

ÍBV byrjaði leikinn af krafti og náði meðal annars fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, en staðan í hálfleik var 11:10 fyrir ÍBV. Eyjamenn héldu naumu forskoti framan af síðari hálfleik áður en Ísraelarnir komust yfir, 18:17, þegar um tíu mínútur voru eftir.

Allt var í járnum á lokakaflanum en svo fór að liðin skildu jöfn, 21:21, og vann ÍBV einvígið því með sjö marka mun og hefur tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert