Kári og Gerda Íslandsmeistarar

Gerda Voitechovskaja og Sigríður Árnadóttir eftir úrslitaleikinn.
Gerda Voitechovskaja og Sigríður Árnadóttir eftir úrslitaleikinn. Ljósmynd/BSÍ

Kári Gunnarsson úr TBR og Gerda Voitechovskaja úr BH urðu Íslandsmeistarar í einliðaleik karla í badminton en Íslandsmótinu lauk í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði í gær.

Kári varð meistari í tíunda skipti og endurheimti titilinn með því að sigra Róbert Henn úr TBR í úrslitaleiknum, 21:13 og 21:19.

Gerda varð meistari annað árið í röð en hún vann Sigríði Árnadóttur úr TBR í úrslitaleiknum, 21:17 og 21:9.

Kári Gunnarsson og Róbert Henn eftir úrslitaleikinn.
Kári Gunnarsson og Róbert Henn eftir úrslitaleikinn. Ljósmynd/BSÍ

Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir úr TBR urðu Íslandsmeistarar í tvenndarleik annað árið í röð en þau unnu Kristófer Darra Finnsson úr TBR og Drífu Harðardóttur úr ÍA, 21:18, 21:23 og 21:15, í úrslitaleiknum.

Davíð Bjarni og Kristófer Darri urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla en þeir unnu Jónas Baldursson og Daníel Jóhannesson úr TBR, 21:16 og 21:12, í úrslitaleiknum. Þetta var sjöundi meistaratitill Davíðs og Kristófers.

Gerda og Drífa urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna eftir sigur á Sigríði og Örnu Karenu í úrslitaleiknum, 15:21, 22:20 og 21:19. Drífa varð þar með Íslandsmeistari í tvíliðaleik í sjötta sinn en Gerda í fyrsta skipti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert