Erfitt að setja sér svona stórt markmið

„Þjálfarinn hefur alltaf meiri trú á mér en ég sjálf, í augnablikinu í það minnsta,“ sagði lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir í Dagmálum.

Eygló, sem er 22 ára gömul, stefnir á að tryggja sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í París í sumar en hún varð Evrópumeistari unglinga í október árið 2022 í Albaníu og varð um leið fyrsti Íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í lyftingum.

Raungerist ári seinna

Eygló er sem stendur í 15. sæti á heimslistanum í sínum þyngdarflokki en ef henni tekst að hækka sig um þrjú til fimm sæti í viðbót á næstu vikum ætti það að duga til þess að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París.

„Hann segir kannski eitthvað, sem ég hef ekki mikla trú á, og svo ári seinna raungerist það,“ sagði Eygló.

„Þú ættir að byrja að hlusta á mig segir hann stundum við mig en eftir EM 2021, þegar ég lendi í sjötta sæti, þá kemur það til tals að ég ætti að reyna við Ólympíuleikana.

Þetta er stærsta markmið sem ég hef sett mér og það er erfitt að setja sér svona stórt markmið því það eru ágætis líkur á því að maður nái því ekki,“ sagði Eygló meðal annars.

Viðtalið við Eygló í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert