Leverkusen með annan fótinn í úrslit

Florian Wirtz og Chris Smalling eigast við í leik kvöldsins
Florian Wirtz og Chris Smalling eigast við í leik kvöldsins AFP/Alberto PIZZOLI

Bayer Leverkusen er í góðri stöðu eftir fyrri leik liðsins gegn Roma í undanúrslitum Evrópudeildar karla í fótbolta. Atalanta og Marseille skildu jöfn í hinni viðureign kvöldsins.

Leverkusen hefur ekki tapað leik á tímabilinu og Florian Wirtz kom Þjóðverjunum yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Robert Andrich bætti öðru marki við á 73. mínútu og Roma þarf virkilega að hafa fyrir hlutunum í síðari leiknum. 2:0 lokatölur í Róm.

Marseille tók á móti Atalanta og tóku gestirnir frá Ítalíu forystuna strax á 11. mínútu með marki Gianluca Scamacca. Heimamenn jöfnuðu á 20. mínútu og þar við sat. 1:1.

Síðari leikir undanúrslitana fara fram 9. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert