Fyrsti bikarinn af þremur?

Sara Björk Gunnarsdóttir t.v. félagar hennar fagna.
Sara Björk Gunnarsdóttir t.v. félagar hennar fagna.

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, varð í gær þýskur meistari með liði sínu Wolfsburg annað árið í röð. Þegar tvær umferðir eru eftir getur ekkert lið náð Wolfsburg að stigum, sem er með 55 stig, en í gær lagði liðið Essen að velli 2:0.

Þar sem enn eru tvær umferðir eftir þá hafa leikmenn Wolfsburg ekki fengið skjöldinn (verðlaunagripinn í Þýskalandi) afhentan og verður það væntanlega að síðasta leiknum loknum.

Ekki þarf að leita langt yfir skammt að skjöldum en eins og áður segir sigraði Wolfsburg einnig í fyrra. Þá gerði liðið út um málið hinn 14. maí og var degi fyrr á ferðinni í ár. Sara gekk í raðir Wolfsburg frá Rosengård sumarið 2016 og hefur því orðið þýskur meistari fyrstu tvö árin í Þýskalandi.

Nánar er fjallað um þetta í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert