Eyjamenn lágu í Grindavík

Íslandsmeistarar ÍBV töpuðu dýrmætum stigum í toppbaráttunni er þeir lágu 1:0 fyrir Grindvíkingum í dag. Það var Grétar Hjartarson sem gerði mark heimamanna strax á 8. mínútu.

Leikurinn einkenndist mjög af sterkum hliðarvindi á vellinum í Grindavík en liðunum gekk lítið að færa sér vindinn í nyt. Grindvíkingar börðust mjög vel og gáfu Eyjamönnum lítil færi á sér. 1:0 á 8. mínútu
Grétar Hjartarson fékk sendingu inn fyrir vörn ÍBV, lék á Gunnar markvörð og renndi boltanum í tómt markið. Byrjunarliðin:
Grindavík: Albert Sævarsson, Sveinn Ari Guðjónsson, Milan Stefán Jankovic, Guðjón Ásmundsson, Björn Skúlason, Vignir Helgason, Hjálmar Hallgrímsson, Kekic Sinisa, Scott Ramsey, Zoran Ljubicic, Grétar Hjartarson.
ÍBV: Gunnar Sigurðsson, Ívar Ingimarsson, Guðni Rúnar Helgason, Kristinn Hafliðason, Hjalti Jóhannesson, Zoran Miljkovic, Hlynur Stefánsson, Ingi Sigurðsson, Steinar Guðgeirsson, Kristinn Lárusson, Sindri Grétarsson. Gul spjöld:
Grindavík: Kekic Sinisa á 27. mínútu. Dómari:
Gylfi Orrason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert