Báðar æfingar felldar niður

Sjúkraþyrlur í Nürburgring í gær.
Sjúkraþyrlur í Nürburgring í gær. AFP

Báðar æfingar gærdagsins í Eifelfjöllunum í Þýskalandi féllu niður vegna rigningar og þoku.

Þar er ráðgerður kappakstur í formúlu-1 um helgina og voru spár fyrir daginn í dag og á morgun hagstæðari en svo að óttast þurfi um mótið.

Þokan svarta kom í veg fyrir að sjúkraþyrlur gætu athafnað sig ef þyrfti til þeirra að grípa vegna slyss.
Fara verður aftur til japanska kappakstursins í fyrra til að finna dæmi um að heil æfingadagur fali niður vega vatnsaga og þoku.
Í dag er æfing ráðgerð og tímataka og síðan fer kappaksturinn sjálfur framá morgun.
Sebastian Vettel gat engu ekið hraðar en rafskútu í Nürburgring …
Sebastian Vettel gat engu ekið hraðar en rafskútu í Nürburgring í gær. AFP
Regnhlífar voru algeng sjón í Nürburgring. Hér mundar Valtteri Bottas …
Regnhlífar voru algeng sjón í Nürburgring. Hér mundar Valtteri Bottas eina slíka. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert