Sterkara liðið tapaði

Cloud9 gekk frá kaupum á leikmanninum Boombl4 en hann náði …
Cloud9 gekk frá kaupum á leikmanninum Boombl4 en hann náði sér ekki á strik í gær gegn MOUZ. Ljósmynd/Liquipedia

Rafíþróttaliðið MOUZ bar sigur úr býtum gegn Cloud9 og mætir því FaZe í undanúrslitum BLAST Premier World Final 2023 í Counter-Strike.

Viðureignin var áhugaverð að því leyti að það virtist sem leikmenn Cloud9 hafi ekki mætt til leiks í kortunum Mirage og Ancient og því er MOUZ komið í undanúrslit.

Cloud9 var fyrir viðureignina talið sterkara og sigurstrangara liðið þar sem MOUZ þurfti að tefla fram varaleikmanni, Ludvig „Brollan“ Brolin, en Cloud9 mistókst að leika vel með nýja leikmanninum Kirill „Boombl4“, sem hefur náð góðum árangri í fyrri liðum. 

Á fyrsta korti viðureignarinnar, Mirage, náði Cloud9 einungis að vinna eina lotu og á seinna kortinu náði Cloud9 að vinna sjö lotur, en til þess að vinna kort þarf að ná 13 lotum. 

Skjáskot/HLTV

MOUZ mætir FaZe í undanúrslitunum, eins og áður kom fram, en FaZe er eitt besta rafíþróttalið í heimi og talið líklegra til þess að komast áfram en MOUZ. Leikurinn fer fram á laugardag klukkan 11.30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert