Enn fleiri uppsagnir

Frá höfuðstöðvum tölvuleikjaframleiðandans, Electronic Arts.
Frá höfuðstöðvum tölvuleikjaframleiðandans, Electronic Arts. Skjáskot/ElectronicArts

Tölvuleikjageirinn er enn á viðkvæmum stað eins og hefur sannað sig árið 2023, þar sem gríðarlegur fjöldi hópuppsagna hefur verið hjá tölvuleikjaframleiðendum á árinu.

Electronic Arts, einn stærsti tölvuleikjaframleiðandi heims, hefur nú sagt upp starfsmönnum dótturfyrirtækisins, Codemasters, en Codemasters sér um hönnun og framleiðslu á leikjum á borð við Grid, F1 og öðrum akstursleikjum. 

Electronic Arts keypti Codemasters árið 2021 fyrir 1,2 milljarða dollara, en Codemasters hefur hannað bílaleiki frá árinu 1987 og Electronic Arts verið að treysta á að fyrirtækið gæti hjálpað þeim að hanna bestu bílaleiki í heiminum. 

„Stundum þurfa fyrirtæki að gera breytingar á starfsemi sinni og mæta þörf tölvuleikjaspilara með öðrum áherslum í hönnun leikja,“ sagði samskiptafulltrúi Electronic Arts í kjölfar uppsagnanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert