Leikjaiðnaðurinn í sókn

Frá EVE Fanfest.
Frá EVE Fanfest. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hátt í 500 manns starfa nú fyrir 22 leikjafyrirtæki á Íslandi. Ísland er í fararbroddi í tölvuleikjaheiminum þar sem hlutfallslega starfa mikið fleiri í tölvuleikjaiðnaðinum hér á landi miðað við önnur lönd í heiminum.

Flestir starfa hjá CCP Games sem hannaði tölvuleikinn EVE Online en hjá fyrirtækinu starfa um 400 manns, flestir þeirra á Íslandi en nokkrir á skrifstofum fyrirtækisins erlendis. Þar á eftir er Myrkur Games með 42 starfsmenn.

Það hefur tekið yfir tvo áratugi að byggja upp tölvuleikjaiðnaðinn hér á landi og jafnframt eru margir Íslendingar sem starfa hjá leikjafyrirtækjum víða um heim. Fjögur af þessum 22 fyrirtækjum sérhæfa sig í því að gefa út og selja tölvuleiki en það eru fyrirtækin Mainframe, 1939 Games, Rocky Road, Solid Clouds og svo sér Esports Coaching Academy um þjálfun rafíþróttaþjálfara ásamt fleiri verkefnum tengdum rafíþróttasenunni.

Samantektin var gerð af þeim Jóhannesi Sigurðssyni og Halldóri Snæ Kristjánssyni sem starfa báðir við tölvuleikjagerð hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert