Stílhreint eldhús ekki nóg fyrir tölvuleikjaparið

Í nýja hverfinu á Hlíðarenda hafa þau Melína Kolka Guðmundsdóttir og Halldór Snær Kristjánsson komið sér vel fyrir.

Mætti segja að um sannkallað tölvuleikjapar sé að ræða þar sem bæði hafa þau unnið mikið í kring um tölvuleiki og rafíþróttir í gegn um tíðina og kynntust þau meira að segja á slíkum vettvangi.

Halldór er framkvæmdastjóri Myrkur games, íslensks tölvuleikjaframleiðanda, og Melína er ein af stofnendum RÍSÍ – Rafíþróttasamtaka Íslands. Þar að auki heldur hún uppi starfsemi TÍK, sem stendur fyrir Tölvuleikjasamfélag íslenskra kvenna.

Halldór og Melína voru nýjustu gestir þáttarins SETTÖPP, þar sem hið ýmsa áhugafólk um tölvuleiki og rafíþróttir er sótt heim og aðstaðan skoðuð í bak og fyrir.

Parið spilar ýmist saman eða í sitt hvoru lagi.
Parið spilar ýmist saman eða í sitt hvoru lagi. mbl.is/Ari Páll

Bæði saman og með vinum

Einstaklega stílhreint og fallegt eldhús var ekki nóg, heldur hafa þau komið sér upp alvöru tölvuleikjaaðstöðu hlið við hlið – alvöru parasettöpp.

„Hérna muntu grípa okkur oft eftir vinnu að spila saman leiki,“ segir Halldór þegar gengið er inn. „Oft saman eða í sitt hvoru lagi með vinum.“

Skötuhjúin fluttu inn í íbúðina fyrir um það bil ári en áður bjuggu þau í Vesturbænum. Melína segir að þau hafi ákveðið í heimsfaraldrinum að aðstaðan skyldi bætt.

„Það munaði alveg helling,“ segir Melína um nýjustu viðbótina í herberginu en oft hitnar í kolunum ef spenna færist í leikinn.

Sjáðu íbúðina – og að sjálfsögðu settöppið – í nýjasta þættinum hér efst.

Oft er spilað uppi í sófa á kvöldin en hið …
Oft er spilað uppi í sófa á kvöldin en hið örþunna sjónvarp má sjá í þættinum. mbl.is/Ari Páll
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert