Brotist inn á heimili Svíans

Alexander Isak í leik með Newcastle United.
Alexander Isak í leik með Newcastle United. AFP/Oli Scarff

Brotist var inn á heimili sænska knattspyrnumannsins Alexanders Isaks, sóknarmanns Newcastle United á dögunum.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Newcastle var bifreið Isaks stolið síðastliðinn fimmtudag en fannst hún yfirgefin skömmu síðar.

Ekki kom fram hvort einhverju fleiru hafi verið stolið en þjófanna er enn leitað og kallar lögreglan eftir ábendingum sem gætu hjálpað til við að finna þá.

Fyrir tæpum þremur mánuðum var brotist inn á heimili Joelintons, liðsfélaga Isaks hjá Newcastle.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert