Fleiri stig tekin af Everton

Fallbaráttan þyngist hjá Everton eftir nýjustu tíðindin.
Fallbaráttan þyngist hjá Everton eftir nýjustu tíðindin. AFP/Paul Ellis

Tvö stig til viðbótar hafa verið dregin af Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrir að brjóta reglur deildarinnar um fjárhagslega háttvísi.

Everton fékk tíu stiga refsingu í nóvember en hún var lækkuð niður í sex stig eftir áfrýjun. Nú hefur tveimur stigum verið bætt við frádráttinn sem er þá samtals átta stig eins og staðan er núna.

Þetta þýðir að Everton er með 27 stig í sextánda sæti deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti, en Nottingham Forest og Luton eru með 25 stig í sautjánda og átjánda sætinu. Án refsinganna væri Everton með 35 stig og í ágætlega öruggri höfn í fjórtánda sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert