„Þetta er hluti af starfinu“

Roberto De Zerbi.
Roberto De Zerbi. AFP/Paul Ellis

Ítalinn Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion, segir orðróm um að hann taki við stórliði í sumar ekki hafa áhrif á sig.

De Zerbi er á meðal þeirra sem eru orðaðir við stjórastöðurnar hjá Liverpool, Bayern München og Barcelona, sem losna allar í sumar.

„Þið spyrjið mig oft hvort ég sé á förum en ég er stoltur af því að vera knattspyrnustjóri Brighton. Ég veit að ég er virkilega heppinn að vinna með þessum leikmönnum og hjá þessu félagi.

Ekkert vandamál

Þetta er ekkert vandamál, þetta er hluti af starfinu mínu. Núna einbeiti ég mér að markmiðum okkar hér. Ég er samningsbundinn og áherslan er einungis á það sem gerist á vellinum,“ sagði De Zerbi á fréttamannafundi í dag.

Samningur hans við Brighton rennur út sumarið 2026.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert