Salah tryggði dýrmæt stig (myndskeið)

Mohamed Salah reyndist hetja Liverpool þegar liðið vann nauman endurkomusigur á Brighton, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Danny Welbeck kom Brighton í forystu snemma leiks með glæsilegu skoti rétt innan vítateigs eftir að Virgil van Dijk tókst ekki að koma boltanum frá.

Luis Díaz jafnaði metin af miklu harðfylgi eftir að Salah hafði skallað boltann inn fyrir í kjölfar hornspyrnu Liverpool.

Salah skoraði svo sigurmarkið eftir laglegt spil þar sem Dominik Szoboszlai átti góða sendingu af hægri kanti á Alexis Mac Allister, sem þræddi boltann inn fyrir á Egyptann sem þakkaði pent fyrir sig.

Díaz skoraði aftur eftir glæsilega sendingu Salah en var dæmdur rangstæður, sem stóð tæpt en virtist réttur dómur.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert