Vill að unnustinn yfirgefi enska félagið

Loris Karius í leik með Newcastle.
Loris Karius í leik með Newcastle. AFP/Justin Tallis

Diletta Leotta, ítölsk unnusta þýska knattspyrnumarkvarðarins Loris Karius, vill að unnustinn yfirgefi enska félagið Newcastle.

Leotta býr í Mílanó á Ítalíu með sjö mánaða gamalli dóttur þeirra og vill hún hafa unnustann nær sér og barni þeirra.

„Vonandi tekur hann góða ákvörðun. Ég bý í Mílanó og það væri mjög hentugt ef hann finnur félag nálægt. Vonandi finnur hann ítalskt félag og verður nær fjölskyldunni.

Newcastle er mjög óhentug borg fyrir hann, því það eru engin bein flug frá Ítalíu, né París eða Amsterdam,“ sagði hún við Tuttosport.

Karius verður samningslaus eftir leiktíðina og mun að öllum líkindum yfirgefa enska félagið.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert