Landsliðsþjálfarinn um United: Vanvirðing

Gareth Southgate á æfingu enska liðsins.
Gareth Southgate á æfingu enska liðsins. AFP/Justin Tallis

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, er ekki sáttur við orðróma þess efnis að hann sé mögulegur næsti knattspyrnustjóri enska stórliðsins Manchester United.

Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe, einn af eigendum Manchester United, hefur mikið álit á Southgate og var landsliðsþjálfarinn orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester-félaginu í enskum fjölmiðlum í vikunni.

„Ég er landsliðsþjálfari Englands og eina sem ég er að hugsa um er EM. Manchester United er með stjóra í starfi og það er vanvirðing að orða mig við starf sem er ekki einu sinni laust. Ég hef engan tíma í svoleiðis,“ sagði Southgate á blaðamannafundi í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert