Yfirgefur enska félagið og tekur við landsliði

Marco Silva og Luís Boa Morte.
Marco Silva og Luís Boa Morte. AFP

Knattspyrnuþjálfarinn Luís Boa Morte yfirgefur enska félagið Fulham í sumar til þess að taka við stjórnartaumunum hjá karlalandsliði Gíneu-Bissá.

Boa Morte hefur verið í þjálfarateymi Marco Silva frá því sá síðarnefndi tók við sem knattspyrnustjóri Fulham árið 2021 og hafa þeir einnig unnið saman hjá Everton og Sporting Lissabon.

Fyrsta aðalþjálfarastarfið

Boa Morte er 46 ára gamall Portúgali og verður um fyrsta aðalþjálfarastarf hans að ræða. Gínea-Bissá er í 118. sæti styrkleikalista FIFA.

Liðið hefur fjórum sinnum tekið þátt í Afríkumótinu, síðast í byrjun þessa árs, en aldrei komist upp úr riðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert