Stjarna Ísraels undir hnífinn

Manor Solomon í leik með Tottenham Hotspur á tímabilinu.
Manor Solomon í leik með Tottenham Hotspur á tímabilinu. AFP/Justin Tallis

Manor Solomon, vængmaður Tottenham Hotspur og ísraelska landsliðsins, gekkst á dögunum undir skurðaðgerð vegna langvinnra meiðsla á hægra hné.

Solomon reif liðþófa í hnénu í október síðastliðnum og hefur ekki spilað síðan.

Í tilkynningu frá Tottenham segir að gert hafi verið að liðþófanum en aðeins hafi verið um smávægilega aðgerð að ræða.

Solomon er stærsta stjarna Ísraels og tekur ekki þátt í leik liðsins gegn Íslandi í umspili um laust sæti á EM 2024 í Búdapest annað kvöld.

Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri Tottenham, sagði á fréttamannafundi í síðustu viku að ekkert nýtt væri að frétta af Solomon og að ekki væri vitað hvenær hann myndi snúa aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert