Fjögur stig dregin af Forest

Nottingham Forest og Luton Town hafa sætaskipti við stigafrádráttinn.
Nottingham Forest og Luton Town hafa sætaskipti við stigafrádráttinn. AFP/Adrian Dennis

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu karla hefur dregið fjögur stig af Nottingham Forest fyrir brot gegn reglum deildarinnar um hagnað og sjálfbærni í rekstri.

The Athletic greinir frá.

Stigafrádrátturinn þýðir að Forest fer úr 17. sæti niður í það 18., sem er fallsæti og er nú með 21 stig eftir 29 leiki í stað 25 stiga.

Í janúar síðastliðnum fór Forest fyrir óháða nefnd vegna gruns um brot félagins gegn reglunum.

Tapaði hærri fjárhæðum en leyfilegt er

Brotin lúta að því að Forest tapaði hærri fjárhæðum en leyfilegt er tímabilið 2022-23.

Forest hefur ekki tekið ákvörðun um hvort félagið áfrýi niðurstöðunni. Ákveði félagið að gera það verður nefndin að taka áfrýjunina fyrir og komast að niðurstöðu fyrir 15. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert