Aston Villa missteig sig í Lundúnum

Edson Alvarez hjá West Ham með boltann í dag.
Edson Alvarez hjá West Ham með boltann í dag. AFP/Adrian Dennis

West Ham og Aston Villa skildu jöfn, 1:1, í eina leiknum í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu karla í dag. Leikurinn fór fram á London-leikvanginum í Lundúnum í 29. um­ferð deild­ar­inn­ar.

Úrslit­in þýða að Aston Villa er með 56 stig. Þar með eykur liðið forskot sitt í fjórða sætinu í þrjú stig en Tottenham situr í fimmta sætinu og á leik inni. West Ham situr áfram í 7. sætinu og er í harðri baráttu um sæti í Evrópu á næstu leiktíð.

Leik­ur­inn var heilt yfir frá­bær skemmt­un en kaflaskiptur. West Ham var betra í fyrri hálfleik en Aston Villa mun sterkara í seinni hálfleik. Bæði lið fengu ágætis stöður en lítið var um opnanir og dauðafæri. Tvö mörk voru dæmd af West Ham í leiknum vegna hendi, þannig að það var nóg um að vera í VAR-herberginu í dag.

Antonio kom West Ham yfir

Það dró til tíðinda á 29. mín­útu. West Ham átti gott spil upp völlinn og boltinn endaði út á hægri væng hjá Vladimir Coufal. Hann átti frábæra sendingu á milli varnar og markmanns og Michail Antonio kastaði sér fram og á glæsilegan flugskalla og stangar boltann í hornið.

Þetta var verðskuldað hjá West Ham en liðið var á þessum tímapunkti búið að ná öllum tökum á vellinum. West Ham var mun sterkara liðið í fyrri hálfleik.

Antonio kom West Ham í 2:0 en VAR dæmdi markið af

Unai Emerey þjálfari Aston Villa var alls ekki sáttur sáttur með spilamennsku sinna manna og gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik.

Aston Villa byrjaði seinni hálfleikinn af krafti. Hins vegar dró til tíðinda á 48. mínútu. Þá fengu heimamenn hornspyrnu, Jarrod Bowen tók spyrnuna frá hægri og snéri hana inn að marki. Emiliano Martínez missir af boltanum og Antonio kom boltanum í markið. Hins vegar virðist Antonio handleika boltann þegar hann skorar og því var markið dæmt af.

Zanioli jafnaði met­in

Aston Villa tók öll völd á vellinum eftir að mark heimamanna var dæmt af. Emery gerði aðra tvöfalda skiptingu á 65. mínútu og orkan í Villa-liðinu var mun meiri. Það dró til tíðinda á 79. mín­útu.

Tielemans átti frábæra sendingu í gegn á Diaby sem fer upp að endamörkum og á svo sendingu út í teig og Zaniolo leggur boltann í netið. Varamennirnir voru búnir að jafna en bæði Diaby og Zaniola komu báðir inn á. Aston Villa-menn voru mun sterkari í lokin og virtust hafa hærra orkustig. Hins vegar fengu West Ham hættulegri færi í lokin.

Fyrst bjargaði Matty Cash líkast til marki þegar Kudus prjónaði sig í gegn og kom boltanum út á Ward-Prowse sem átti skot en Cash henti sér fyrir.

Bowen kom West Ham í 2:1 en VAR dæmdi markið af

Á 95. mínútu dró til tíðinda. Ward-Prowse tekur aukaspyrnu úti hægra megin og boltinn berst inn á teig á einhvern ótrúlegan hátt og kemur Bowen boltanum í netið.

Hins vegar var þetta mark líka sent í VAR og var að lokum dæmt af vegna hendi. Jafntefli voru líkast sanngjörn úrslit í þessum fjöruga leik, en heimamenn voru óheppnir að boltinn fór í höndina á þeim í þessum mörkum.

Næstu leikir liðana eru eftir tvær vikur um páskahelgina þar sem landsleikjahlé tekur við núna. West Ham fer í heimsókn til Newcastle í hádeginu laugardaginn 30. mars og Aston Villa fær Wolves í heimsókn sama dag.

West Ham 1:1 Aston Villa opna loka
90. mín. 7 mínútur í uppbótartíma nægur tími fyrir annað mark!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert