Tottenham fór illa með Aston Villa

Son Heung-Min sækir að marki Aston Villa í dag.
Son Heung-Min sækir að marki Aston Villa í dag. AFP/Darren Staples

Tottenham fór illa með Aston Villa þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeild karla á Villa Park, heimavelli Aston Villa í Birmingham í dag. Leikurinn endaði 4:0 og Tottenham saxaði á forskot Villa með sigrinum.

Tottenham er í fimmta sæti líkt og fyrir leikinn en er nú aðeins tveimur stigum frá Villa sem er í fjórða sæti.

Leikurinn byrjaði hægt og hvorugt liðið náði að skapa sér hættuleg færi. Mikið var um hálffæri og klaufalegar sendingar á síðasta þriðjungnum hjá báðum liðum. 

Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 0:0 og hvorugt liðið með skot á markið.

Seinni hálfleikur byrjaði af krafti og það tók James Maddion aðeins fimm mínútur til þess að koma boltanum í netið.

Pape Sarr kom með glæsilega fyrirgjöf og Maddison var vel staðsettur í teignum en með tvo varnarmenn sitthvorum megin við sig. Hann var fyrstur á boltann og karatesparkaði honum í netið, 1:0.

Aðeins þremur mínútum seinna skoraði Brennan Johnson annað mark Tottenham eftir ömurlega sendingu hjá varnarmanninum Ezri Konsa, sem Kulusevski komst inn í, hann sendi boltann á Son sem var með tvo með sér og tvo á móti sér. Hann beið í smá stund og sendi svo á Johnson sem skoraði.

Á 66. mínútu fékk svo John McGinn rautt spjald fyrir grófa tæklingu á Iyenoma Udogie og Villa menn voru tveimur mörkum undir og manni færri.

Son Heung-Min, James Maddison og Brennan Johnson voru brjálaðir út …
Son Heung-Min, James Maddison og Brennan Johnson voru brjálaðir út í John McGinn fyrir tæklinguna. AFP/Darren Staples

Aston Villa gafst ekki upp strax og það var ekki augljóst að þeir voru manni færri fyrstu mínúturnar eftir spjaldið en undir lokinn voru þeir augljóslega þreyttir og andlausir.

Það var þó ekki fyrr en á 91. mínútu sem þeim var refsað en það gerði Son eftir flott spil hjá Porro og Kulusevski og svo  gaf síðarnefndi fyrir og Son setti hann í þaknetið.

Á 94. mínútu skoraði Timo Werner svo fjórða mark Tottenham eftir fyrirgjöf frá Son sem fór auðveldlega framhjá varnarmönnum Villa sem voru þreyttir og labbandi um á þeim tímapunkti.

Aston Villa 0:4 Tottenham opna loka
90. mín. Son Heung-min (Tottenham) skorar 0:3 - Porro og Kulusevski taka 1,2 framhjá tveimur varnarmönnum og sendir svo fyrir Son sem skorar af öryggi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert