Jöfnunarmarkið í uppbótartíma

Maxwel Cornet og Danny Ings, til hægri, sem skoraði jöfnunarmarkið …
Maxwel Cornet og Danny Ings, til hægri, sem skoraði jöfnunarmarkið í dag. AFP/ Darren Staples

Burnley og West Ham United gerðu 2:2 jafntefli í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í London í dag.

David Datro Fofana skoraði fyrsta mark leiksins eftir um 10 mínútur eftir að hann vann boltann á miðjunni og þrumaði honum í netið langt fyrir utan teiginn.

Konstantinos Mavropanos varð svo fyrir því óhappi að skora sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiks og staðan því 2:0 fyrir Burnley í hálfleik.

West Ham byrjaði svo seinni hálfleik af krafti og Lucas Paquetá minnkaði muninn í 2:1 á fyrstu mínútu seinni hálfleiksins.

Danny Ings skoraði svo jöfnunarmark West Ham á 91. mínútu eftir stoðsendingu frá Mohammed Kudus. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á undir lok leiks og spilaði nokkrar mínútur.

West Ham er með 43 stig í 7. sæti og Burnley er í 19. sæti, tíu stigum frá öruggu sæti.

Brighton hafði betur gegn Nottingham Forest,1:0 í dag.  Andrew Omobamidele varð fyrir því óhappi að skora sjálfsmark á 29. mínútu eftir aukaspyrnu sem Pascal Gross tók.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert