Af botninum þrátt fyrir svekkelsi

Sheffield United missti niður tveggja marka forskot.
Sheffield United missti niður tveggja marka forskot. AFP/Darren Staples

Sheffield United fór illa að ráði sínu er liðið heimsótti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Gustavo Hamer kom Sheffield-liðinu yfir á 27. mínútu og Jack Robinson virtist vera að innsigla góðan útisigur með öðru markinu á 64. mínútu.

Dango Outtara minnkaði hins vegar muninn á 74. mínútu og Enes Ünal tryggði Bournemouth stig með marki í uppbótartíma.

Sheffield United fór af botninum og upp í 19. sæti með jafnteflinu, en liðið er tíu stigum frá öruggu sæti.

Luton er þar fyrir ofan, þremur stigum frá öruggu sæti, eftir 1:1-jafntefli við Crystal Palace á útivelli. Jean-Philippe Mateta kom Palace yfir á 11. mínútu en varamaðurinn Cauley Woodrow jafnaði á lokamínútunni.

Þá vann Wolves 2:1-heimasigur á Fulham. Rayan Aït Nouri kom Wolves yfir á 52. mínútu og stundarfjórðungi síðar gerði Tom Cairney sjálfsmark og kom Wolves í 2:0. Alex Iwobi minnkaði muninn í uppbótartíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert