Endurkomur Lundúnaliðanna – Chelsea missteig sig

Cristian Romero fagnar marki sínu í dag.
Cristian Romero fagnar marki sínu í dag. AFP/Justin Tallis

Tottenham bauð upp á glæsilega endurkomu í 3:1-sigri liðsins á Crystal Palace á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Eberechi Eze kom Crystal Palace yfir á 59. mínútu og var staðan 1:0 fram að 77. mínútu.

Þjóðverjinn Timo Werner jafnaði þá metin og þremur mínútum síðar kom Cristian Romero heimamönnum yfir. Heung-min Son bætti síðan við þriðja markinu á 88. mínútu.

Brentford og Chelsea skildu jöfn.
Brentford og Chelsea skildu jöfn. AFP/Darren Staples

West Ham vann einnig 3:1-endurkomusigur á Everton á útivelli. Beto kom Everton yfir á 56. mínútu. Kurt Zouma jafnaði fyrir West Ham á 62. mínútu og þeir Tomás Soucek og Edson Álverez skoruðu báðir í uppbótartíma og tryggðu Lundúnaliðinu sigurinn.

Þá skildu Brentford og Chelsea jöfn, 2:2, í Lundúnaslag. Nicolas Jackson kom Chelsea yfir á 35. mínútu en þeir Mads Roerslev og Yoane Wissa svöruðu fyrir Brentford á 50. og 69. mínútu. Chelsea átti hins vegar lokaorðið því Axel Disasi jafnaði á 83. mínútu og þar við sat. 

Standings provided by Sofascore
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert