Skotmark Liverpool og United framlengdi í Lundúnum

Cheick Doucouré meiddist illa í leik með Crystal Palace gegn …
Cheick Doucouré meiddist illa í leik með Crystal Palace gegn Luton Town í nóvember síðastliðnum. AFP/Justin Tallis

Knattspyrnumaðurinn Cheick Doucouré, varnartengiliður Crystal Palace, hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Lundúnafélagið.

Nýi samningurinn gildir til næstu rúmra fimm ára, sumarsins 2029.

Malímaðurinn Doucouré var eftirsóttur síðasta sumar og meðal annars orðaður við ensku stórliðin Liverpool og Manchester United.

Hann hóf yfirstandandi tímabil af krafti en meiddist alvarlega í nóvember síðastliðnum og gæti farið svo að Doucouré, sem er 24 ára gamall, spili ekki meira á því.

Sleit hann hásin sem þýðir iðulega á bilinu sex til níu mánaða fjarveru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert