Mikið áfall fyrir Lundúnaliðið

Marc Guehi, til hægri, verður frá keppni næstu vikurnar.
Marc Guehi, til hægri, verður frá keppni næstu vikurnar. AFP/Glyn Kirk

Enski knattspyrnumaðurinn Marc Guéhi verður frá keppni næstu sex til átta vikurnar vegna hnémeiðsla. Hinn 23 ára gamli Guéhi meiddist í leik Crystal Palace gegn Brighton 3. febrúar síðastliðinn.

Kom bakslag í bata varnarmannsins og verður hann því frá keppni næstu vikurnar. Er hann algjör lykilmaður í liði Palce, en Guéhi lék alla 22 leiki Palace í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni þar til hann meiddist.

Palace-liðið er að glíma við mikil meiðsli því Eberechi Eze, Michael Olise, Rob Holding, Cheick Doucoure, Will Hughes, Jeffrey Schlupp, Jairo Riedewald og Jesurun Rak-Sakyi eru allir frá um þessar mundir.

Guéhi hefur leikið níu A-landsleiki fyrir enska landsliðið. Hann var í byrjunarliðinu í síðasta leik liðsins gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert