Bað stuðningsmenn Chelsea afsökunar

Mauricio Pochettino í leiknum í dag.
Mauricio Pochettino í leiknum í dag. AFP/Ben Stansall

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea bað stuðningsmenn liðsins afsökunar en Chelsea tapaði 4:2, á heimavelli gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Chelsea er nú í 11. sæti í deildinni með 31 stig og Úlfarnir fóru með sigrinum fyrir ofan Chelsea í 10. sætið.

„Eftir að við skorum vorum við í fínni stöðu en svo förum við að gera mistök og förum að finna fyrir pressu og höndlum það ekki vel.

Auðvitað vil ég biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar, við erum öll vonsvikin en ég vil þakka þeim stuðningsmönnum sem komu og studdu liðið í dag. Við þurfum að bæta okkkur,“ sagði Pochettino eftir leik kvöldsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert