„Ég er í áfalli“

Gareth Southgate.
Gareth Southgate. AFP

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, átti erfitt með að trúa því að Ugo Ehiogu fyrrum samherji sinn með landsliðinu og félagsliðum væri fallinn frá.

Ehiogu lést í morgun eftir að hafa hnigið niður á æfingu hjá Tottenham í gær, en hann þjálfaði 23 ára lið félagsins. Hann var 44 ára gamall og spilaði með Southgate í um áratug hjá Aston Villa og Middlesbrough.

„Ég er í áfalli og er virkilega hryggur yfir fráfalli Ugo. Ég veit að knattspyrnuheimurinn mun syrgja því hann var mjög virtur og að missa hann svona ungan er erfitt að takast á við,“ sagði Southgate.

„Ég spilaði sennilega fleiri leiki með honum en nokkrum öðrum á mínum ferli. Þetta var einstök samvinna hjá okkur Ugo því við fórnuðum okkur alltaf fyrir hvorn annan. Við deildum saman gleði og sorg, unnum titla með Boro og Villa og ég mun halda þeim minningum á lofti,“ sagði Southgate.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert