Risatilboð á leiðinni

David de Gea.
David de Gea. AFP

Evrópumeistarar Real Madrid ætla að leggja allt í sölurnar til að fá spænska landsliðsmarkvörðinn David De Gea til liðs við sig í sumar en markvörður Manchester United hefur lengi verið í sigtinu hjá forráðamönnum Madridarliðsins.

Ensku blöðin greina frá því í morgun að Real Madrid sé reiðubúið að greiða 60 milljónir punda fyrir spænska markvörðinn sem myndi gera hann að langdýrasta markverði heims. Gianluigi Buffon, markvörðurinn aldni hjá Juventus, er sá dýrasti en Juventus pungaði út 32 milljónum punda fyrir Buffon þegar það fékk hann frá Parma fyrir 16 árum.

The Sun hefur eftir heimildarmanni sínum úr herbúðum að De Gea sé efstur á óskalista þeirra leikmanna sem félagið viji fá í sumar og hann reikni með að De Gea komi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert