Ari Freyr gerður að heiðursborgara?

Ari Freyr Skúlason í leik með Íslandi gegn Ungverjalandi á …
Ari Freyr Skúlason í leik með Íslandi gegn Ungverjalandi á EM 2016. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er afar vinsæll í ítalska bænum Pieve di Cento í Bologna á Ítalíu. Vinsældir Ara Freys eru svo miklar hjá bæjarbúum að Sergio Maccagnani, bæjarstjóri í Pieve di Cento, hefur viðrað þá hugmynd að gera Ara að heiðursborgara í bænum. 

Frá þessu er greint í frétt á danska vefmiðlinum Fyens.dk. Fram kemur í fréttinni að nokkur hundruð bæjarbúar hafi fjárfest í íslensku landsliðstreyjunni og sett nafn Ara aftan á búninginn.

Þar segir einnig að stofnuð hafi verið Facebook-síða þar sem hvatt er til þess að hugmynd Maccagnani um að gera Ara að heiðursborgara í Piece di Cento verði hrint í framkvæmd. Um það bil 3.000 einstaklingar hafa líkað við þá síðu.

Leiða má líkum að því að vinsældir Ara eigi rót sína að rekja til þess að föðurnafn hans, Skúlason, hljómar eins og ítalska blótsyrðið sculason sem einnig er notað er þegar Ítalir lýsa undrun á einhverju.  

  

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 5. MAÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 5. MAÍ

Útsláttarkeppnin