Þetta var óþolandi

Örvar Eggertsson og Þórður Gunnar Hafþórsson eigast við í kvöld.
Örvar Eggertsson og Þórður Gunnar Hafþórsson eigast við í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta var óþolandi,“ sagði Fylkismaðurinn Ásgeir Eyþórsson er hann ræddi við mbl.is eftir tap gegn Stjörnunni, 1:0, í 4. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í Árbænum í kvöld. Sigurmark Stjörnunnar kom í uppbótartíma. 

„Mér fannst við eiga miklu meira skilið. Þetta var fínn leikur heilt yfir hjá okkur og sérstaklega í seinni hálfleik. Mér fannst við líklegri til að stela sigrinum en þeir. Hlutirnir eru ekki að falla með okkur.

Ásgeir Eyþórsson
Ásgeir Eyþórsson Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Við fáum einhverja sénsa sem við tökum ekki. Þeir voru meira með boltann og aðeins að pressa á okkur. Ég á eftir að sjá þetta mark aftur. Þetta var einbeitingarleysi í eitt augnablik og okkur var refsað,“ sagði Ásgeir um leikinn.

Fylkir er aðeins með eitt stig eftir fjórar umferðir en Ásgeir er ekki byrjaður að örvænta. „Andrúmsloftið er fínt þótt stigasöfnunin sé ekki nógu góð. Við þurfum að stíga upp og halda áfram að hafa trú á þessu. Frammistaðan hefur verið góð og við megum ekki leggjast niður,“ sagði Ásgeir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert