Verður Jodie Foster í flík af þér?

Jodie Foster leikur í þáttunum og gæti sést í fatnaði …
Jodie Foster leikur í þáttunum og gæti sést í fatnaði af þér. AFP/John Macdougall

Hefur þú selt föt í Verzlanahöllinni síðustu mánuði? Þá er möguleiki á því að þau birtist í bandarísku þáttunum True Detective og jafnvel Jodie Foster muni sjást í þeim.

Smartland hefur heimildir fyrir því að búningahönnuðir þáttanna hafi nefnilega nýtt sér verslunina til að sanka að sér fatnaði til að nota við tökurnar, sem hafa verið í gangi síðan í október. 

Því er um að gera að hafa augun vel opin við áhorfið þegar þættirnir koma út. Það er aldrei að vita nema íbúar Ennis í Alaska sjáist í gömlu flíkinni sem þú ákvaðst að gefa framhaldslíf.

Tökur þáttanna er stærsta kvikmyndaverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi og hafa fyrri þáttaraðir True Detective fengið áhorf út um allan heim. Hafa tökurnar verið bæði atvinnuskapandi og arðbærar fyrir íslenskt samfélag og er hringrásarhagkerfið greinilega ekki undanskilið.

Jodie Foster leikur aðalhlutverkið í fjórðu þáttaröð True Detective.
Jodie Foster leikur aðalhlutverkið í fjórðu þáttaröð True Detective.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál