Er slit á maga fjarlægt við svuntuaðgerð?

Hér má sjá fyrir og eftir mynd þar sem manneskja …
Hér má sjá fyrir og eftir mynd þar sem manneskja fór í svuntuaðgerð.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarr spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manneskju sem er að velta fyrir sér svuntuaðgerð. 

Sæl Þórdís,

fer húðin sem er fyrir ofan nafla, niður fyrir nafla þegar svuntuaðgerð er framkvæmd? Þannig að ef maður er slitin fyrir ofan nafla þá færist það slit niður fyrir nafla og óslitin húð verður þá fyrir ofan nafla eftir aðgerð ... Eða hvað?

Kær kveðja, G

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Árni Sæberg

 

Sæl og takk fyrir spurninguna. 

Þegar framkvæmd er „klassík“ svuntuaðgerð þá er öll húð frá nafla niður að lífbeini fjarlægð og húðin sem er rétt ofan við nafla toguð niður að lífbeininu. Húðin sem var efst á maga á milli rifjabogans og niður að nafla er þannig strekkt niður að lífbeini. Á þeirri strekktu húð er síðan gert gat fyrir naflann. Örið í lokin er þannig ofan við lífbein, nær á milli mjaðmakamba og er oftast falið í nærbuxum. Annað ör er umhverfis naflann. Slit á húð eftir meðgöngu eða mikið þyngdartap er oftast mest neðan við nafla og rétt ofan við hann. Það slit færist þannig neðar á kviðinn eða er fjarlægt. Stundum er húðin ofan við nafla ekki nægjanleg til þess að ná alla leið niður að lífbeini. Þá bætist við lóðrétt ör við langa örið neðst sem oftast er innan við 5 cm. 

Annars er alltaf best að fá ráðleggingar og skoðun hjá lýtalækni til þess að meta hvað hentar þínu tilviki best. 

Gangi þér vel og með bestu kveðjum,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál