Af hverju segirðu ekki aldrinum upp?

Þú ert það dýrmætasta sem þú átt. Hugsaðu vel um …
Þú ert það dýrmætasta sem þú átt. Hugsaðu vel um þig, því enginn annar gerir það fyrir þig. mbl.is/pinterest

Fyrirsætan Zara Mohamed Abdulmajid eða Iman hefur löngum þótt ein fallegasta kona í heimi. Hún vann hjarta David Bowie á sínum tíma og hefur í áratugi vakið athygli fyrir fegurð og útgeislun. Iman er á sjötugsaldri í dag og eldist vel. Hún segir ástæðuna fyrir því þá að hún hafi sagt aldrinum upp fyrir löngu, er stungin af að lifa og njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. „Ellikelling getur elt einhvern annan en mig.“

Hver man ekki eftir þeim tíma þegar konur klipptu hár sitt stutt þegar þær urðu fertugar og keyptu sér Hagkaupssloppa? Sátu löngum stundum með rúllur í hárinu og litu svo nákvæmlega eins út næstu 30 árin! Iman hefur margsinnis sagt frá því hvernig hún ákvað að gera andstöðuna við þetta, þ.e. að segja ellikerlingu upp og líta bara út eins og henni líður.

Ákveðin þróun hefur orðið á stíl Iman í gegnum árin, hún þroskast og eldist á fallegan hátt. Hún er ekki að reyna að vera stelpa. Hún er bara hún sjálf og því veltum við upp nýrri af hverju? spurningu þegar kemur að útliti og tísku og tengjum hana að þessu sinni við það að segja upp staðal ímyndum tengt aldri. 

https://www.mbl.is/smartland/tiska/2018/01/28/af_hverju_faerdu_ekki_fot_lanud_hja_kaerastanum/

Hvað er það raunverulega í samfélaginu sem segir okkur að það að eldast þurfi að vera á einhvern ákveðinn hátt? Er ekki eðlilegast að við eldumst í takt við hvernig okkur líður?

Af hverju hugsum við ekki allar eins og Iman? Ef heilsan leyfir, má ég þá raunverulega ekki mæta í pinnahælum og níðþröngum kjól sama hversu gömul ég er? Eða þarf ég að taka tillit til þeirra sem yngri eru, þá að skyggja ekki á þær? Eða ætti ég að gefa þeim eitthvað að hlakka til?

mbl.is/pinterest

Þegar kemur að því að hugsa vel um líkamann minn. Hef ég án efa aldrei betri tíma til þess heldur en á efri árum mínum. Iman segir: „Ég átti fyrra barnið mitt á þrítugsaldri og seinna barnið mitt tveimur áratugum síðar. Ég var svo heppin að eiga tvö áhugaverð lífsskeið, ég ætlaði ekki að láta það seinna líða fyrir aldur minn, svo síður sé. Ég var mun þroskaðri og tilbúin að takast á við lífið. Aldur er bara tala á blaði. Hugarfarið er það sem skiptir máli. Og svo er það staðreynd að maður verður bara betri með árunum!“

mbl.is/pinterest

Iman segir að fegurð og heilbrigði hafi ekkert með aldur að gera. Fegurð hefur með innra líf okkar að gera. Sjálfstraustið okkar og hversu vel við hugsum um okkur endurspeglast í útliti okkar. „Þess vegna þarft þú að byrja á því að fara vel með þig og hugsa vel um þig til að líta vel út. Það getur þú gert á öllum aldri. Ég er ekki í sömu gallabuxunum og ég var þegar ég var tvítug og ég labba ekki eins hratt. Ég er ekki að blekkja mig á því að ég sé eins og þegar ég var tvítug, því ég veit að ég er betri. Nú geng ég á mínum hraða í gegnum lífið og lífið er á mínum forsendum.“

mbl.is/pinterest

„Þú ert það dýrmætasta sem þú átt. Hugsaðu vel um þig, því enginn annar gerir það fyrir þig. Ef þú metur lífið sem þér hefur verið gefið, þarftu að sýna það ekki einvörðungu með því að vera til staðar fyrir aðra í lífinu, heldur einnig fyrir þig. Ég geri allt í hófi, en Guð einn veit að lífið er of stutt til að borða ekki pasta eða annað sem ég elska. Þannig tel ég best að lifa.“

mbl.is/pinterest
mbl.is/pinterest
mbl.is/pinterest



Við vonum svo sannarlega að þessi málaflokkur verði valdeflandi fyrir konur í landinu og gefi þeim hugmyndir sem þær geta notað til að byggja sig upp og verða frjálsar til að gera hluti sem þeim langar til sjálfar. Upphafið af því að breyta til og fara út fyrir þægindarrammann er að okkar mati að varpa ljósi á hluti sem okkur þykir áhugaverðir. Tíska og útlit getur verið vandasamt málefni að ræða. Greinin er ekki gagnrýni á allar þær frábæru konur sem eru á sínum forsendum, heldur til að opna augun fyrir margvíslegum hlutum þegar kemur að tísku og útliti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál